föstudagur, desember 03, 2004

Allt tilbúið!

Jæja, þá er þetta bara komið hjá mér, þ.e.a.s. heimasíðan og öll verkefnin komin inn.
Mig langar bara til að þakka fyrir önnina og segja gleðileg jól.
Kveðja,

Dísa.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Kominn tími til að blogga!!

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér unanfarið að ég hef því miður ekki haft tíma til að blogga. Ég er búin að vera á haus við að gera jólabakstursvefinn sem við Agnes, Kitta og Heiða gerðum saman. Hér er hægt að líta á afraksturinn.
Svo er ég að vinna í því að gera vefinn minn tilbúinn fyrir lokaskil. Hér getið þið kíkt á hann.

Dísa.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Vefsíða!!

Jæja, ég er að vinna í heimasíðunni minni á fullu. Eftir að ég uppgötvaði Layer í síðasta tíma þá hefur þetta verið miklu auðveldara. Það er hægt að setja allt á sinn stað. Þetta var akkúrat það sem mig vantaði.

Tæknisagan mín er komin á síðuna, hér er hægt að skoða hana.
Best að halda áfram enda lítill tími til stefnu.

Dísa.


föstudagur, nóvember 12, 2004

Föstudagur 12. nóvember

Í dag fengum við smá kynningu á Dynamic web-template sem er í FrontPage forritinu. Þetta er mjög sniðugt til þess að búa til snið síður t.d. fyrir námsvef.
Ég ætla að reyna að nota þetta á skilasíðuna mína.

Hún er að vinna í að setja upplýsingar um þetta á netið og hér mun slóðin birtast.

Restin af tímanum var vinnutími.
Dísa.
fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Miðvikudagur 10. nóvember.

Í þessum tíma var ætlunin að kynna fyrir okkur nýtt verkfæri sem heitir Photostory sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu. Því miður virkaði þetta ekki alveg þannig að þetta verður tekið fyrir í næsta tíma. Þetta er mjög sniðugt forrit til að setja inn myndir og segja sögu með þeim.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar um verkfærið og þarna er líka hægt að hlaða því niður. Til þess að geta notað þetta forrit þarf að henda út gamla MediaPlayernum og ná í nýjan (MediaPlayer 10).

Restin af tímanum var verkefnatími.

Dísa.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Producer for PowerPoint!!

Jæja, loksins kom ég örkennsluverkefninu inn á heimasíðuna mína. Hér er hægt að skoða afraksturinn.

Dísa.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Miðvikudagur 3. nóvember.

Hún byrjaði á að sýna okkur myndbönd um hvernig á að brjóta saman bol á japönsku. Hér er hægt að skoða myndbandið. Þetta er mjög sniðugt.

Svo fór hún aðeins í skjákennslu og minntist aðeins á forritið camtasia. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar um hvernig á að gera skjákennslu í forritinu camtasia. Hér er önnur síða með upplýsingum um ýmis forrit sem hægt er að nýta í skjákennslu.

Restin af tímanum fór í verkefnavinnu.
Dísa.