miðvikudagur, september 29, 2004

Myndvinnsla fyrir vefinn!!

Í þessum tíma kynnti ég mér hvernig á að vinna myndir fyrir vefinn. Ég skoðaði slóð á heimasíðu námsmkeiðsins sem heitir Myndvinnsla fyrir vefinn. Þar er fullt af upplýsingum um myndvinnslu og ég á eftir að kíkja betur á textann. Ég prófaði myndvinnsluforritið Fireworks sem er ágætt en ég hugsa að ég haldi mig við Photoshop. Það var farið í hvernig við eigum að geyma myndir inni á heimasvæðinu okkar.

Búið í bili.
Dísa.

Vefrallý!!

Verkefnið er hugsað sem hópvinna fyrir nemendur í 5. bekk. Það gæti verið nýtt sem undanfari heimsóknar í Þjoðminjasafn Íslands. Ætlunin er að nemendur kynni sér starfsemi og sögu safnsin.


Hvað vitið þið mikið um Þjóðminjasafnið? Vitið þið hvað er í boði þar og hvaða þjónustu almenningur getur sótt þangað?

Takið tímann á hversu lengi þið eruð að svara þessum spurningum. Þið finnið svörin á vef Þjóðminjasafns Íslands. Skrifið svörin á Word skjal. Munið að skrá tímann. Gangi ykkur vel.

Hvenær var þjóðminjasafnið opnað eftir endurbætur?

Hver opnaði safnið formlega?

Hver er forstöðumaður safnsins?

Hvert er hlutverk safnsins?

Hvenær var safnið stofnað?

Hver setti fyrstur fram hugmyndina að safninu?

Hvar hefur safnið verið til húsa í gegnum árin?

Hvaða ár var farið að safna:

Almennum nytjahlutum?
Tækniminjum?

Undir hvaða ráðuneyti heyrir safnið?

Hverjir eru samstarfsaðilar safnsins?

Hver eru helstu verkefni vinafélags Þjóðminjasafnsins?

Hver eru kjörorð samstarfs Landsvirkjunnar og Þjóðminjasafnsins?

Hvaða minjar teljast til þjóðminja?

Hver var stofngjöf safnsins og hver færði safninu hana?

Hver er stærsti einstaki efnisflokkur safnsins?

Hvernig er staðið að söfnun heimilda um lífshætti í eldri tíð?

Hvað er forvarsla?

Nefnið dæmi um forvörslu.

Dísa.


laugardagur, september 25, 2004

Samanburður á skólum

Ég gerði smá samanburð á eftirfarandi skólum.

Brekkubæjarskóli:

Í skólanum er eitt tölvuver með 23 nemendatölvum. Netsamband er óáreiðanlegt og hægvirkt. Allir nemendur hafa eina kennslustund á viku í stundatöflu í tölvuveri einnig er boðið upp á upplýsingatækni í vali í 8. bekk. Skólinn er sæmilega tækjum búinn 80 tölvur alls.


Árbæjarskóli:

Í skólanum eru tvö tölvuver og eitt fartölvuver með 15 nemendatölvur í hverri. Sniðug lausn á nettengingu fartölvuversins, kallað netsambandsbrú. Fleiri skólar ættu að kynna sér þessa lausn. Netsamband skólans er gott. Skólinn er mjög vel tækjum búinn 150 tölvur alls.


Alfræðiorðabók á netinu!!

Ég var að kynna mér vef sem er alfræðiorðabók á netinu sem notendur skrifa sjálfir,
Wikipedia. Hver sem er getur bætt við og breytt upplýsingum. Á vefnum er að finna greinar um allt milli himins og jarðar á mörgum tungumálum. Ég á alveg örugglega eftir að nýta mér þetta í framtíðinni.


föstudagur, september 24, 2004

Komin aftur!!

Jæja þá er ég loksins komin aftur í skólann eftir veikindi. Vefrallýið og vefleiðangurinn eru í vinnslu hjá mér og munu birtast hérna næstu daga. Ég er rétt að ljúka við að bera saman upplýsingatækni í Brekkubæjarskóla á Akranesi og Árbæjarskóla. Í dag kíkti ég aðeins á vefinn http://namust.khi.is/ sem er rannsókn á vegum RKHÍ á upplýsingatækni í skólastarfi. Mjög áhugavert. Restina af tímanum notaði ég til að vinna verkefni.

Bless í bili.
Dísa.

miðvikudagur, september 15, 2004

Fréttaveitur

Í öðrum tímanum kynntum við okkur RSS strauma og fréttalesara.
Ég skráði mig inn hjá http://www.bloglines.com sem er ókeypis fréttaveita fyrir blogg. Ég gerðist áskrifandi að nokkrum bloggsíðum og get þar með fylgst með nýjustu færslum á þeim síðum. Þetta er mjög sniðugt kerfi.
Dísa.

laugardagur, september 11, 2004

Loksins komin með bloggsíðu!!

Jæja, þá er ég komin í blogg hópinn. Þessi síða er eitt af mörgum verkefnunum á námskeiðinu Upplýsingatækni og skólastarf. Það gekk svolítið erfiðlega að koma þessu á netið því það fraus allt hjá okkur í fyrsta tímanum. Fyrir utan að búa til bloggsíðu í fyrsta tímanum skráðum við okkur líka inn á flickr.com sem er mynda- og spjallkerfi. Mjög sniðugt.

Heimasíða námskeiðsins er: http://www.skolastarf.tk/
Tímaáætlun og verkefnaskil: http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/timaplan.htm

Bless í bili.
Dísa.