Verkefnið er hugsað sem hópvinna fyrir nemendur í 5. bekk. Það gæti verið nýtt sem undanfari heimsóknar í Þjoðminjasafn Íslands. Ætlunin er að nemendur kynni sér starfsemi og sögu safnsin.
Hvað vitið þið mikið um Þjóðminjasafnið? Vitið þið hvað er í boði þar og hvaða þjónustu almenningur getur sótt þangað?
Takið tímann á hversu lengi þið eruð að svara þessum spurningum. Þið finnið svörin á vef
Þjóðminjasafns Íslands. Skrifið svörin á Word skjal. Munið að skrá tímann. Gangi ykkur vel.
Hvenær var þjóðminjasafnið opnað eftir endurbætur?
Hver opnaði safnið formlega?
Hver er forstöðumaður safnsins?
Hvert er hlutverk safnsins?
Hvenær var safnið stofnað?
Hver setti fyrstur fram hugmyndina að safninu?
Hvar hefur safnið verið til húsa í gegnum árin?
Hvaða ár var farið að safna:
Almennum nytjahlutum?
Tækniminjum?
Undir hvaða ráðuneyti heyrir safnið?
Hverjir eru samstarfsaðilar safnsins?
Hver eru helstu verkefni vinafélags Þjóðminjasafnsins?
Hver eru kjörorð samstarfs Landsvirkjunnar og Þjóðminjasafnsins?
Hvaða minjar teljast til þjóðminja?
Hver var stofngjöf safnsins og hver færði safninu hana?
Hver er stærsti einstaki efnisflokkur safnsins?
Hvernig er staðið að söfnun heimilda um lífshætti í eldri tíð?
Hvað er forvarsla?
Nefnið dæmi um forvörslu.
Dísa.