Í þessum tíma kynnti hún næsta verkefni sem við eigum að vinna í Windows MovieMaker sem er mjög einfalt í notkun. Ég bjó til smá stuttmynd í tímanum með hljóði og alles. Verkefnið fellst í því að raða nnokkrum ljósmyndum saman og hafa tónlist/hljóð með og það á að vera 1 mínútu langt.
Við eigum líka að vinna annað verkefni í PowerPoint Producer. Það verkefni er svona örkennsluverkefni og má fjalla um hvað sem er.
Hér er dæmi um heimasíðu með myndum, texta og tenglum.
Síðast í tímanum fórum við að vinna í heimasíðunum okkar. Ég bjó til sér vef sem ég kalla skolastsarf (er í vinnslu) og svo eru skilasíðurnar mína tengdar honum.