föstudagur, október 29, 2004

Föstudagur 29. október.

Í dag tókum við upp video fyrir örkennsluverkefnið. Ég byrjaði að vinna við að setja það saman við glærurnar mínar í Producer for PowerPoint. Verkefnið er í vinnslu og er von á því inn á heimasíðuna á næstu dögum.

Dísa.

Miðvikudagurinn 27. 0któber

Salvör var að útskýra allt í sambandi við upptökuvélar og hvernig á að færa myndir af þeim yfir í tölvuna. Einnig benti hún á góðar leiðir til þess að vista videomyndir. Hún útskýrði líka hvernig Producer for Powerpoint virkar. Næsta verkefni sem við eigum að vinna er örkennsla og við eigum að vinna það í því forriti. Hljómar mjög spennandi.

Ég er búin að setja inn á heimasíðuna mína glósur um hvernig á að setja Windows MediaPlayer inn með stjórnhnöppum. Hér er hægt að skoða þær.

Dísa.

sunnudagur, október 24, 2004

Föstudagur 22. október.

Ég náði mér í forritið HotPotatoes af heimasíðu Salvarar. Hér er hægt að nálgast það. Í þessu forriti er hægt að búa til t.d. krossapróf. Það er mjög einfalt í notkun og skemmtilegt. Hér er hægt að sjá prófið sem ég bjó til. Svo var ég að vinna að endurbótum á heimasíðunni minni.

Dísa.

fimmtudagur, október 21, 2004

Miðvikudagur 20. október.

Í þessum tíma ræddum við um gagnvirkni og www.dynamicdrive.com. Hér er hægt að skoða myndir sem ég gerði færanlegar á síðunni minni.

Dísa.

þriðjudagur, október 19, 2004

MovieMaker!!

Jæja þá er stuttmyndin komin á heimasíðuna mína. Hér er hægt að skoða hana.

Dísa.

sunnudagur, október 17, 2004

Föstudagur 15. október

Þessi tími var verkefnatími. Ég var að vinna í heimasíðunni minni. Hún fer alveg að verða tilbúin ;) Salvör fór yfir nokkur einföld en nauðsynleg atriði í FrontPage. Ég er búin að læra heilmikið í FrontPage á þessu námskeiði.

Dísa.

miðvikudagur, október 13, 2004

Miðvikudagur 13. október.

Í tímanum í dag fórum við betur í MovieMaker forritið. Þannig að ég fer bara að skella mér í stuttmyndagerð. Þetta er mjög fljótlegt og einfalt forrit. Hér er hægt að skoða leiðbeiningar um hvernig á að nota forritið. Hér er hægt að skoða þau verkefni sem nemendur unnu í fyrra.

Á þessari síðu er hægt að fá leiðbeiningar um ýmis forrit reyndar á sænsku, en vel nothæft.

Dísa.

laugardagur, október 09, 2004

Föstudagur 8. október.

Þessi tími var verkefnatími. Ég var að vinna í heimasíðunni minni. Er búin að vera í tómu tjóni með hana síðan í sumar. Mér tókst að rugla þessu öllu saman og það duttu út krækjur á aðrar síður..... týpiskt ég. En þetta er nú allt á réttri leið, þar sem ég er farin að fatta FrontPage aðeins betur núna.

Dísa.

föstudagur, október 08, 2004

Miðvikudagurinn 6. október.

Í þessum tíma kynnti hún næsta verkefni sem við eigum að vinna í Windows MovieMaker sem er mjög einfalt í notkun. Ég bjó til smá stuttmynd í tímanum með hljóði og alles. Verkefnið fellst í því að raða nnokkrum ljósmyndum saman og hafa tónlist/hljóð með og það á að vera 1 mínútu langt.

Við eigum líka að vinna annað verkefni í PowerPoint Producer. Það verkefni er svona örkennsluverkefni og má fjalla um hvað sem er. Hér er dæmi um heimasíðu með myndum, texta og tenglum.

Síðast í tímanum fórum við að vinna í heimasíðunum okkar. Ég bjó til sér vef sem ég kalla skolastsarf (er í vinnslu) og svo eru skilasíðurnar mína tengdar honum.

miðvikudagur, október 06, 2004

Vefrallý!!

Jæja, þá er þetta allt að gerast hjá mér. Ég kom vefrallýinu mínu á heimasíðuna mína, þið getið kíkt á afraksturinn hér. Ég lenti í smá vandræðum með FrontPage en þetta er allt að koma.
Dísa.

Loksins!!

Jæja þá er vefleiðangurinn minn loksins kominn á netið. Þið getið skoðað hann hér.

Dísa

þriðjudagur, október 05, 2004

Vefleiðangur!!

Það gengur eitthvað illa hjá mér að koma þessum blessaða vefleiðangri mínum inn á netið. Mér gengur líka illa að komast inn á bloggið. Allt mjög hægvirkt hérna núna. En það er sem sagt von á þessu öllu saman fljótlega.

Í síðasta tíma ræddum við rassíu lögreglunnar gegn deili (ásgarði). Salvör er hefur gert síðu þar sem hún hefur safnað saman fréttum og öðru efni sem tengist þessu máli. Á þessari síðu er meðal annars verið að ræða hvort það sé í raun lögbrot að ná sér í efni á netið. Allar fréttir af þessu máli hafa verið í mjög miklum æsifrétta stíl og það virðist að fjölmiðlar hafa tekið sér málstað samtaka höfundarrétthafa.

Við lærðum einnig að búa til hreyfimynd í FireWorks. Ég er að sannfærast um að þetta sé bara nokkuð sniðugt myndvinnsluforrit.

Dísa.